Stærra letur Minna letur

Framleiðni í íslenskri mjólkurvinnslu

 

Árið 2020 rannsökuðu Hagrannsóknir sf framleiðni í íslenskri mjólkurvinnslu og komust að því að óvenju hár framleiðnivöxtur hefði hækkað árlegan virðisauka í mjólkurvinnslu um nálægt 1.900 milljónir.  Skýrslur Hagrannsókna sf má nálgast þarna:

 

Hluti I. Ágrip

Hluti II. Meginskýrsla 

Fréttir

13. janúar 2014
Á fundi stjórnar SAM í desember 2013 var ákveðið að leita staðfestingar Verðlagsnefndar búvöru á þeirri tillögu SAM að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur. Undangengin ár hefur gr...Meira
6. nóvember 2013
Í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins undirrituðu fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfssamning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Á...Meira
Skip Navigation LinksForsíða > Fréttir
6. nóvember 2013 13:22

Nýr samstarfssamningur undirritaður

Í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins undirrituðu  fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfssamning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Ármóti í Flóahreppi miðvikudaginn 16. október. Þess má geta að fyrsti samstarfssamningur sem gerður var á milli þessar aðila var undirritaður þann 20. október 1999.

 

Íslenskir kúabændur gáfu Beinvernd nýjan færanlegan beinþéttnimæli (ómtæki) sem áætlað er að nýta í samstarfi við heilsugæsluna í landinu.

 

Þessi gjöf mun efla til muna forvarnarstarf gegn beinþynningu á landsvísu því mikilvægt er að greina sjúkdóminn í tíma. Helstu forvarnir gegn beinþynningu sem tengist lífsháttum eru kalk, D-vítamín og hreyfing.

 

Þann 20. október ár hvert halda beinverndarfélög innan alþjóða beinverndarsamtakanna International Osteoporosis Foundation IOF upp á alþjóðlegan beinverndardag til að vekja fólk til vitundar um að beinþynning er heilsufarsvandamál sem ber að taka alvarlega.

 

 

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. | Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík

Sími skrifstofu 450 1108. Netfang: bjarni@sam.is