Hópur vísindamanna í Englandi hefur nýverið skoðað áhrif mjólkurneyslu barna á heilsuna á efri árum. Rannsóknin byggir á gögnum um neysluhegðun tæplega 5.000 einstaklinga árin 1937-1939 en þá voru ungmennin frá 0 til 19 ára. 2002-2004, þegar þessir sömu einstaklingar voru 63-86 ára gamlir var fjórðungur þessa hóps dreginn út til rannsóknar á heilbrigði.
Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem drukku mjólk sem börn og unglingar áttu mun auðveldara með að hreyfa sig sem eldri borgarar og jafnvægi þeirra var betra en þeirra sem ekki neyttu mjólkur eða mjólkurafurða sem börn.
Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á jákvætt samhengi góðs heilsufars og þess að drekka mjólk og neyta mjólkurvara á efri árum en þetta er í fyrsta skipti sem sýnt hefur verið fram á samband mjólkurneyslu fyrstu ár ævinnar og heilsufars á efri árum.
Birtist á vef. Svensk Mjölk