Könnun á aðgengi að mjólkurhúsum

SAM mun standa fyrir könnun á aðstöðu og aðgengi að mjólkurhúsum hjá mjólkurframleiðendum aðildarfélaganna á öllu landinu á næstu mánuðum. Þetta er liður í að geta betur einfaldað mjólkursöfnunina með hagræðingu að leiðarljósi. Til að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru í stöðunni, varðandi m.a. búnað og tæki til mjólkursöfnunar, er nauðsynlegt að kortleggja skipulega aðstöðu og aðgengi hjá hverjum mjólkurframleiðanda með stöðluðum hætti.

Kristófer Sverrisson fyrrverandi framleiðslustjóri hjá MS Blönduósi hefur verið fenginn til að sinna sjálfri könnuninni og mun hún fara þannig fram að hann fer með tankbílunum að hverjum bæ og fyllir út staðlað eyðublað fyrir hvern og einn, sjá afrit af eyðublaðinu hér.