Nýtt vefútlit í loftið

Aðalfundur SAM var haldinn 1. mars og af því tilefni opnuðu samtökin einnig nýja og endurbætta vefsíðu. Á vefnum má finna margskonar fróðleik um íslenskan mjólkuriðnað, sem og aðrar áhugaverðar upplýsingar um mjólk og mjólkurvörur.

Hönnun vefsins miðar að því að hann sé nokkuð tímalaus, þ.e. krefjist ekki daglegrar uppfærslu en vefurinn verður þó uppfærður reglulega enda eru birtar margskonar tölulegar upplýsingar á honum sem gefnar eru út mánaðarlega.

Sérstök ástæða er til þess að benda lesendum á nýjar upplýsingar á vefnum: Ársskýrslu SAM 2012 þar sem lesa má margskonar fróðleik um rekstur SAM árið 2012, sem og t.d. ræðu Guðna Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAM á fundinum/SS.