Yfirlit SAM vegna janúar 2013

Uppgjör SAM liggur nú fyrir vegna janúar 2013. Samtals nam heildarsala drykkjarmjólkur 3,7 milljónum lítra í mánuðinum og alls nemur nú 12 mánaða salan 43,3 milljónum lítra. Salan á rjóma nam 166 þúsund lítrum og 12 mánaða salan 2,5 milljónum lítra.

Salan á skyri í mánuðinum var 267 þúsund kíló og síðustu 12 mánuði 3,1 milljón kg. Þá var sala viðbits 138 þúsund kg og 12 mánaða salan 1,9 milljónir kílóa.

Sala á ostum í mánuðinum nam 450 þúsund kílóum og 5,5 milljón kílóum síðustu 12 mánuði og þá nam sala á dufti 61 þúsund kílóum og 713 þúsund kílóum síðustu 12 mánuði.

Þegar horft er til heildarsölu mjólkurvara og salan umreiknuð miðað við próteininnihald og fituinnihald kemur í ljós að í mánuðinum nam salan 9,6 milljón lítrum umreiknað á próteingrunni og alls 115,6 milljón lítrum síðustu 12 mánuði. Á fitugrunni nam salan 8,6 milljón lítrum og á 12 mánaða grunni 114,5 milljón lítrum.

Innvigtun mjólkur í mánuðinum var 10,6 milljónir lítra og heildarinnvigtun síðustu 12 mánuði nam alls 125,0 milljón lítrum.