Saga

Ár:

Atburðir:

1985

Fyrsti undirbúningsfundur að frumkvæði Landbúnaðarráðuneytisins 11. júlí.
Samtökin stofnuð 7. október.
(Við gerð fyrstu fjárhagsáætlunar er gert ráð fyrir 30% verðbólgu).
Hafin staðgreiðsla á mjólk sem keypt er af bændum 1. september.
Lágmarksverð á mjólk frá bændum frá 1. september.
SAM tekur þátt í Markaðsnefnd Landbúnaðarins frá 4. desember.
 
Stjórn SAM 1985 – 1987:
Aðalmenn – Varamenn
Óskar H. Gunnarsson, formaður – Þorsteinn Karlsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Snorri Þorvaldsson
Grétar Símonarson – Indriði Albertsson
Jóhannes Geir Sigurgeirsson – Birkir Friðbertsson
Brynjólfur Sveinbergsson – Hlífar Karlsson
Þorsteinn Sveinsson – Ólafur Friðriksson

1986

Á aðalfundi 13. mars voru samþykktar tillögur um greiðslur fyrir umframmjólk og um tímabundnar álagsgreiðslur á mjólkurinnlegg eftir árstíðum.
Á aðalfundinum kom einnig fram tillaga að samræmdu útliti mjólkurumbúða á landsvísu, sú tillaga var ekki afgreidd.
Fyrsti starfsmaðurinn ráðinn að vori; Hólmgeir Karlsson mjólkurverkfræðingur.
SAM gerðist aðili að Upplýsingaþjónustu Landbúnaðarins við stofnun hennar 13. maí.
SAM gerðist aðili að Nordisk Bondeorganisasation (NBC).

1987

Afurðastöðvanefnd óskaði liðsinnis SAM við útreikninga á hagræðingarmöguleikum.
 
Stjórn SAM 1987 – 1989:
Aðalmenn – Varamenn
Óskar H. Gunnarsson, formaður – Þorsteinn Karlsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Snorri Þorvaldsson
Birgir Guðmundsson – Indriði Albertsson
Jóhannes Geir Sigurgeirsson – Birkir Friðbertsson
Brynjólfur Sveinbergsson – Hlífar Karlsson
Þorsteinn Sveinsson – Ólafur Friðriksson

1988

SAM gerðist aðili að IDF – International Dairy Federation í mars.
Pálmi Vilhjálmsson mjólkurverkfræðingur tekur við starfi Hólmgeirs (14. júní).

1989

Á stjórnarfundi 22. júní 1989 eru kynntar “..tillögur afurðastöðvanefndar um hagræðingu í mjólkuriðnaði. Að svo stöddu eru tillögur nefndarinnar ekki eftir hafandi.” –Þannig bókað orðrétt.
( Utan SAM: “Rauða skýrsalan” frá Afurðastöðvanefnd kynnt í september. Megináhersla til hagræðingar var fækkun mjólkursamlaga. )
Fulltrúar SAM tilnefndir í Afurðastöðvanefnd 12. desember (Óskar H. Gunnarsson, Guðmundur Þorsteinsson og Ari Teritsson).
Unnið var að nýjum reglum um greiðslufyrirkomulag fyrir mjólk á grundvelli efnainnihalds.
 
Stjórn SAM 1989 – 1991:
Aðalmenn – Varamenn
Óskar H. Gunnarsson, formaður – Þorsteinn Karlsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Snorri Þorvaldsson
Birgir Guðmundsson – Indriði Albertsson
Jóhannes Geir Sigurgeirsson – Birkir Friðbertsson
Brynjólfur Sveinbergsson – Hlífar Karlsson
Þorsteinn Sveinsson – Páll Svavarsson

1990

Beiðni KÞ m heimild til kaupa á framleiðslutækjum Baulu hafnað í mars.
Umræður um eigendafyrirkomulag afurðastöðva á aðalfundi SAM.
Greitt fyrir mjólk frá bændum eftir efnainnihaldi og magni ( 35% fita, 15% prótein og 50% magn) frá og með 1. september.
Unnið að endurskoðun á útreikningum Afurðarstöðvanefndar.
Unnið að endurskoðun mjólkurreglugerðar.

1991

Gula skýrslan um hagræðinu og breytingar á skipulagi mjólkuriðnaðarins kynnt í mars. megináhersla á hagræðingu innan mjólkuriðnaðarins lögð á verkaskiptingu og eflingu sameiginlegrar stjórnunar.
 
Stjórn SAM 1991 – 1993:
Aðalmenn – Varamenn
Óskar H. Gunnarsson, formaður – Þorsteinn Karlsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Indriði Albertsson
Birgir Guðmundsson – Snorri Þorvaldsson
Jóhannes Geir Sigurgeirsson – Birkir Friðbertsson
Brynjólfur Sveinbergsson – Hlífar Karlsson
Þorsteinn Sveinsson – Páll Svavarsson

1992

Beingreiðslur teknar upp 1. janúar í stað niðurgreiðslna áður.
Á aðalfundi var kynnt samkomulag um hagræðingarkröfu á mjólkuriðnaðainn og framkvæmd hennar, úreldingarstyrki og birgðauppgjör við upptöku beingreiðslna.
Jón K. Baldirsson mjólkurverkfræðingur kom til starfa 25. ágúst. (Bókað á stjórnarfundi 24. ágúst að hann væri ráðinn “..tímabundið hjá SAM.”)
Útflutningsbætur ríkisins afnumdar frá og með 1. september.
Ábyrgð ríkisins á afsetningi mjólkur (verðábyrgð) féll einnig úr gildi 1. september.
Nýjar samþykktir fyrir SAM samþykktar á framhaldsaðalfundi 12. nóvember. Með þeim var SAM veitt víðtæk heimild til að koma fram sem sameiginlegur málsvari mjólkuriðnaðarains og til að stjórna iðnaðinum.
Mikið unnið að nýjum tillögum um verðtilfærslu með “Mjólkurpotti”.
Unnið að skipulagsmálum mjólkuriðnaðarins á Austurlandi.

1993

Framkvæmd á verðtilfærslu í hendur SAM frá 1. janúar.
Unnið að skýrslu um hagræðingarmöguleika á fyrsta sölusvæði fyrir KB.
SAM tekur við verkefnum Framleiðsluráðs landbúnaðarins er snéru að: Framleiðslustjórnun; skýrslugerð og eftirliti með framleuiðslu, sölu og birgðum; umreikningi framleiðslu og sölu á fitu- og próteingrunn; útreiknigni á nýtingarstuðlum, samantekt á afkomutölum mjólkuriðnaðarins.
Frá 1. desember er einungis greitt fyrir hrámjólk eftir efnainnihaldi (75% prótein 25% fita).
 
Stjórn SAM 1993 – 1995:
Aðalmenn – Varamenn
Óskar H. Gunnarsson, formaður – Þorsteinn Karlsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Indriði Albertsson
Birgir Guðmundsson – Kjartan G. Magnússon
Jóhannes Geir Sigurgeirsson – Eiríkur Sigurðsson
Brynjólfur Sveinbergsson – Hlífar Karlsson
Guðmundur Steinar Björgmundsson – Páll Svavarsson

1994

Hagræðingarnefnd skipuð af Landbúnaðarráðherra til að fjalla um úreldingu mjólkursamleganna og hagræðingu í rekstri þeirra.
Beiðni barst í árslok um að SAM léti framkvæma mat á hagkvæmni sem kunni að leiða af úreldingu MSB.
Hagræðingarnefnd kynnir á aðalfundi SAM að framboð á fé til úreldingar sé meira en eftirspurnin eftir því.

1995

Innflutningur mjólkurvara er “frjáls” frá og með 1. júní.
Verkaskiptinganefnd fyrir mjólkuriðnaðinn skipuð á stjórnarfundi SAM 29. júní.
Nefnd um verðtilfærslusjóð skilar tillögum eftir starf frá 1994.
Þáttaka í NMSM samþykkt á stjórnarfundi 24. ágúst.
SAM tilnefndi fulltrúa í Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins í fyrsta sinn.
Frestur til úreldingar mjólkursamlaga fæst framlengdur til ársloka 1997.
Samkeppnisstofnun herjar á mjólkuriðnaðinn vegna verðákvarðana.
 
Stjórn SAM 1995 – 1997:
Aðalmenn – Varamenn
Óskar H. Gunnarsson, formaður – Þorsteinn Karlsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Indriði Albertsson
Birgir Guðmundsson – Kjartan G. Magnússon
Jóhannes Geir Sigurgeirsson – Eiríkur Sigurðsson
Brynjólfur Sveinbergsson – Hlífar Karlsson
Guðmundur Steinar Björgmundsson – Páll Svavarsson

1996

Bónus kærir mjólkuriðnaðinn til Samkeppnisstofnunnar og krefst magnafsláttar á vörur utan verðákvarðana fimm manna nefndar.
Leiðrétting þjóðhagsstofnunar vegna framleiðni í mjólkuriðnaði.
Aðild að endurskoðun mjólkurreglugerðar.
Tvo samlög hætta starfsemi og fara í úreldingu; í Borgarnesi og á Höfn. (Áður voru tvo hætt; á Patreksfirði og á Djúpavogi.)
Mjólkursamlag Norðfirðinga gekk úr SAM 31. desember.

1997

Afsláttarkerfi samkvæmt kröfu samkeppninsstofnunar komið á frá 1. október.
IDF ráðstefna var haldin á Íslandi 27. – 30. ágúst.
Nýr búvörusamningur til 7 ára.
Umsókn um úreldingu barst árið frá Mjólkursamlagi Norðfirðinga hf.
Ný mjólkurreglugerð frá 1. júlí 1997. Starfshópur um bætt júgurheilbrigði settur á fót.
Skólamjólkurnefnd frá 2. júní 1997 – skilaði áfangaskýrslu nóv. ’97.
Efnanefnd að störfum að kanna möguleika á breytingum á greiðslufyrirkomulagi.
 
Stjórn SAM 1997 – 1999:
Aðalmenn – Varamenn
Óskar H. Gunnarsson, formaður – Þorsteinn Karlsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Guðmundur Þorsteinsson
Birgir Guðmundsson – Kjartan G. Magnússon
Jóhannes Geir Sigurgeirsson – Snorri Evertsson
Brynjólfur Sveinbergsson – Hlífar Karlsson
Jón Júlíusson – Páll Svavarsson

1998

Ný lög um mjólkurframleiðslu frá 1. september. Lögbundin verðtilfærsla og ein ný verðlagsnefnd búvara í stað bæði fimm- og sexmannanefndar.
Námskeið fyrir mjólkurbílstjóra voru haldin víða um land.
Samþykktar reglur um greiðslur fyrir úrvalsmjólk en lagt í hendur aðilarfélaga að ákveða hvort þau greiddu eftir tillögunni.
Úttekt á aðkomu samlaganna að gæðamálum hjá framleiðendum. Einkum vegna spennu í kring um hertar kröfur vegna frumutölu. Tillögum skilað til stjórnar í mai ’98.

1999

Óskað var eftir 1,5 millj. Lítra af umframmjólk og lofað greiðslu fyrir próteinhlutann, síðan að greitt yrði fyrir próteinhluta allrar mjólkur sem bærist. Þegar stefndi í óefni á vormánuuðum (allt að 10 millj. Ltr af umframmjólk) var ákvörðun um aðgreiða fyrir alla mjólk dregin til baka og lofað greiðslu fyrir að hámarki 8 millj ltr. Yrði framleiðsla meiri kæmi skerðing á innlagða umframmjólk. –Umframmjólk varð þegar upp var staðið alls 5,6 millj. Ltr.
SAM gerðist aðili að Samtökum atvinnulífsins sem þar með annast almenna launasamninga og hagsmunagæslu fyrir hönd mjólkuriðnaðarins.
SAM gerðist aðili að landbúnaðarsýningunni Bú2000 og mjólkuriðnaðurinn því sameinaður í því verkefni. Framkvæmd var á höndum Markaðsnefndar mjólkuriðnaðarins.
Rannsókn á áhrifumerfðaeiginleika og fóðurs á efnainnihald og vinnslueiginleika mjólkur. Einnig rannsókn á hreinleika mjólkur (endurtekning frá 1990).
Nýjar samþykktir fyrir Markaðsnefnd mjólkuriðnaðarins.
Mjólkursamlag KÞ gekk úr SAM eftir að KEA keypti samlagið.
Mjólkursamlög Sölufélags A-Hún og Kf. V-Húnvetninga voru keypt af Mjólkursamsölunni og eru því ekki lengur sjálfstæðir aðilar að SAM.
 
Stjórn SAM 1999 – 2001:
Aðalmenn – Varamenn
Óskar H. Gunnarsson, formaður – Pálmi Vilhjálmsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Guðmundur Þorsteinsson
Birgir Guðmundsson – Kjartan G. Magnússon
Jóhannes Geir Sigurgeirsson – Guðmundur Karlsson
Snorri Evertsson – Hlífar Karlsson
Jón Júlíusson – Páll Svavarsson

2000

Nýr verkaskiptasamningur við Bændasamtök íslands 2. febrúar 2000. Með honum tók SAM yfir allar fjárreiður og umsýslu verðtilfærslu- og verðmiðlunarsjóðs.
Pálmi Vilhjálmsson ráðinnsem framkvæmdastjóri SAM frá 1. október.
Innflutningur mjólkurvara nam um 556 tonnum.

2001

Óskar H. Gunnarsson hættir sem stjórnarfomaður SAM á aðalfundi 8. mars 2001 eftir aðhafa verið formaður frá stofnun samtakanna 7. óktóber 1985 –og einnig verkstjóri undirbúningsnefndarinnar sem vann að stofnunsamtakanna.
Upplýsingaþjónasta landbúnaðarins var lögð niður 22. febrúar 2001.
Innflutningur mjólkurvara var 297 tonnum, útflutningur var alls 573 tonn (564 tonn af því var smjör).
Opinber verðlagning átti að falla niður um mitt ár. Landbúnaðarráðherra var ritað erindi 30. maí 2001 þar sem farið var fram á að fá “..ótvíræða niðurstöðu Landbúnaðarráðuneytisins á gildi heimildarákvæðis búvörulaga sem fjalla um verðlagningu, verðtilfærslu mjólkurvara og heimild afurðastöðva í mjólkuriðnaði til verkaskiptingar og sérhæfingar sín á milli.” -Gekk ákvæðið framar ákvæðum Samkeppnislaga sem bönnuðu þetta? Vegna réttaróvissu um þetta atriði var gerður viðauki við ákvæði búvörusamnings þar sem ákvæði um verðlagningu á heildsölustigi voru framlengd til 1. júlí 2004.
Fram kom lagafrumvarp um umbúðagjald á t.d. mjólkurfernur.
 
Stjórn SAM 2001 – 2003:
Aðalmenn – Varamenn
Magnús H. Sigurðsson, formaður – Magnús Ólafsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Guðmundur Þorsteinsson
Birgir Guðmundsson – Kjartan G. Magnússon
Haukur Halldórsson – Helgi Jóhannesson
Þórólfur Gíslason – Snorri Evertsson
Jón Júlíusson – Páll Svavarsson

2002

Innflutningur nam um 248 tonnum (samsvaraði um 1,2 millj. Ltr mjólkur). Útflutningur var alls 617 tonn.
Mjólkurvinnsla á Hvammstanga og Húsavík var lögð af á árinu.
Frá 1990 til ársloka 2002 fækkaði mjólkurframleiðendum um 629 eða 40,4%; á sama tíma fækkaði samlögumum 8 eða 47%.
MBF keypti rekstur og eignir Mjólkursamlagas KHB á Egilsstöðum.
Auðhumla keypti hlut Kaldbaks (áður KEA) í Norðurmjólk ehf á Akureyri með aðkomu MS, MBF og KS.
SAM vann mikið að samningagerð og verðmati í tengslum við kaup Auðhumlu á hlut Kaldbaks í Norðurmjólk.
SAM átti aðild að nefnd Utanríkisráðuneytisins um áhrif hugsanlegrar aðildar að ESB á íslenskan landbúnað. Að starfinu komu fulltrúar Utanríkis- og Landbúnaðarráðuneytis ásamt fulltrúum Bændasamtaka íslands fyrir utan SAM.
Breyting á samþykktum SAM afgreidd á aðalfundi 13. mars 2003.

2003

Mikil vinna við undirbúning nýs búvörusamnings í mjólk.
Umfjöllun um ráðningu fjölmiðlafulltrúa.
Influtningur 232 tonn, sem nam u.þ.b. 1,4 millj. ltr. á próteingrunni.
Engin verðhækkun 1. janúar 2004 þrátt fyrir kostnaðarhækkanir og hækkun á grundvallarverði mjólkur um 2,4%.
Stefnumótunarvinna fyrir búvörusamning – skýrslu skilað til ráðherra febrúar 2004.
Bjarni R Brynjólfsson mjólkurverkfræðingur kom til starfa í ágústmánuði 2003.
 
Stjórn SAM 2003 – 2005:
Aðalmenn – Varamenn
Magnús H. Sigurðsson, formaður – Magnús Ólafsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Guðmundur Þorsteinsson
Birgir Guðmundsson – Bjarni Jónsson
Haukur Halldórsson – Helgi Jóhannesson
Þórólfur Gíslason – Snorri Evertsson
Jón Júlíusson – Páll Svavarsson

2004

 
 
 

2005

Stjórn SAM 2005 – 2007:
Aðalmenn – Varamenn
Magnús H. Sigurðsson, formaður – Magnús Ólafsson
Guðlaugur Björgvinsson, varaformaður – Sigurður R. Friðjónsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Guðmundur Þorsteinsson
Birgir Guðmundsson – Bjarni Jónsson
Helgi Jóhannesson – Jóhannes Jónsson
Þórólfur Gíslason – Sigurjón Rafnsson
Egill Sigurðsson – Páll Svavarsson

2006

 
 

2007

 
Stjórn SAM 2007 – 2008:
Aðalmenn – Varamenn
Magnús H. Sigurðsson, formaður – Magnús Ólafsson
Guðbrandur Sigurðsson, varaformaður – Guðmundur G. Gunnarsson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Sigurður Loftsson
Pálmi Vilhjálmsson – Jón K. Baldursson
Sigurður R. Friðjónsson – Erlingur Teitsson
Þórólfur Gíslason – Sigurjón Rúnar Rafnsson
Egill Sigurðsson – Páll Svavarsson

2008

 
Stjórn SAM 2008 – 2009:
Aðalmenn – Varamenn
Magnús H. Sigurðsson, formaður – Magnús Ólafsson
Pálmi Vilhjálmsson, varaformaður – Jón K. Baldursson
Þórólfur Sveinsson, ritari – Sigurður Loftsson
Guðmundur Geir Gunnarsson
Sigurður R. Friðjónsson – Erlingur Teitsson
Þórólfur Gíslason – Sigurjón Rúnar Rafnsson
Egill Sigurðsson – Páll Svavarsson

2009

 
Stjórn SAM 2009-2010:
Aðalmenn – Varamenn
Magnús Ólafsson, formaður – Sigurður Rúnar Friðjónsson
Rögnvaldur Ólafsson, varaformaður – Snorri Evertsson
Jón Axel Pétursson, ritari – Guðmundur Geir Gunnarsson
Erlingur Teitsson – Stefán Magnússon
Pálmi Vilhjálmsson – Björn Harðarson
Sigurður Loftsson – Jóhann Nikulásson
Egill Sigurðsson – Birna Þorsteinsdóttir

2010

Guðni Ágústsson ráðinn framkvæmdastjóri SAM
 
Stjórn SAM 2010-2011:
Aðalmenn – Varamenn
Rögnvaldur Ólafsson, formaður – Snorri Evertsson
Erlingur Teitsson, varaformaður – Stefán Magnússon
Jón Axel Pétursson, ritari – Guðmundur Geir Gunnarsson
Einar Sigurðsson – Sigurður R. Friðjónsson
Pálmi Vilhjálmsson – Björn Harðarson
Sigurður Loftsson – Jóhann Nikulásson
Egill Sigurðsson – Birna Þorsteinsdóttir

2011

 
Stjórn SAM 2011-2012:
Aðalmenn – Varamenn
Erlingur Teitsson, formaður – Jóhannes Æ. Jónsson
Rögnvaldur Ólafsson, varaformaður – Snorri Evertsson
Jón Axel Pétursson, ritari – Guðmundur Geir Gunnarsson
Einar Sigurðsson – Sigurður R. Friðjónsson
Pálmi Vilhjálmsson – Arnar Bjarni Eiríksson
Sigurður Loftsson – Jóhann Nikulásson
Egill Sigurðsson – Birna Þorsteinsdóttir

2012

 
Stjórn SAM 2012-2014:
Aðalmenn – Varamenn
Jóhannes Æ. Jónsson, formaður – Guðrún Sigurjónsdóttir
Rögnvaldur Ólafsson, varaformaður – Snorri Evertsson
Jón Axel Pétursson, ritari – Guðmundur Geir Gunnarsson
Einar Sigurðsson – Sigurður R. Friðjónsson
Pálmi Vilhjálmsson – Arnar Bjarni Eiríksson
Sigurður Loftsson – Jóhann Nikulásson
Egill Sigurðsson – Birna Þorsteinsdóttir

2014

 
Stjórn SAM 2014-2015:
Aðalmenn – Varamenn
Rögnvaldur Ólafsson, formaður – Magnús Jónsson
Jóhannes Æ. Jónsson, varaformaður – Guðrún Sigurjónsdóttir
Jón Axel Pétursson, ritari – Guðmundur Geir Gunnarsson
Einar Sigurðsson – Sigurður R. Friðjónsson
Pálmi Vilhjálmsson – Arnar Bjarni Eiríksson
Sigurður Loftsson – Jóhann Nikulásson
Egill Sigurðsson – Birna Þorsteinsdóttir

2015

 
Stjórn SAM 2015-2016:
Aðalmenn – Varamenn
Rögnvaldur Ólafsson, formaður – Magnús Jónsson
Jóhannes Æ. Jónsson, varaformaður – Elín M. Stefánsdóttir
Sigurður Loftsson – Jóhann Nikulásson
Egill Sigurðsson – Birna Þorsteinsdóttir
 

 
 

Síðast uppfært í maí 2015