Aðalfundur SAM – 13. apríl 2023

Aðalfundur SAM var haldinn 13. apríl 2023 og ný gögn um framleiðslu- sölu og birgðir mjólkurafurða árið 2022 hafa verið birt á valmyndinni Ársskýrslu á heimasíðu SAM. Stjórn SAM var endurkjörin óbreytt.

Framleiðni í íslenskri mjólkurvinnslu

Árið 2020 rannsökuðu Hagrannsóknir sf framleiðni í íslenskri mjólkurvinnslu og komust að því að óvenju hár framleiðnivöxtur hefði hækkað árlegan virðisauka í mjólkurvinnslu um nálægt 1.900 milljónir. Skýrslur Hagrannsókna sf má nálgast þarna: Hluti I. Ágrip Hluti II. Meginskýrsla

Breytingar á vægi fitu og próteins í lágmarksverði meðalmjólkur

Á fundi stjórnar SAM í desember 2013 var ákveðið að leita staðfestingar Verðlagsnefndar búvöru á þeirri tillögu SAM að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur. Undangengin ár hefur greiðsla fyrir móttekna mjólk markast af því að 25% af lágmarksverði mjólkur hefur verið reiknað eftir fituinnihaldi, en 75% af lágmarksverði af próteininnihaldi.  Stjórn SAM ákvað að leita eftir staðfestingu þess að …

Nýr samstarfssamningur undirritaður

Í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins undirrituðu  fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfssamning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Ármóti í Flóahreppi miðvikudaginn 16. október. Þess má geta að fyrsti samstarfssamningur sem gerður var á milli þessar aðila var undirritaður þann 20. október 1999. Íslenskir kúabændur gáfu Beinvernd nýjan færanlegan beinþéttnimæli (ómtæki) sem áætlað er að …

Nýtt vefútlit í loftið

Aðalfundur SAM var haldinn 1. mars og af því tilefni opnuðu samtökin einnig nýja og endurbætta vefsíðu. Á vefnum má finna margskonar fróðleik um íslenskan mjólkuriðnað, sem og aðrar áhugaverðar upplýsingar um mjólk og mjólkurvörur. Hönnun vefsins miðar að því að hann sé nokkuð tímalaus, þ.e. krefjist ekki daglegrar uppfærslu en vefurinn verður þó uppfærður reglulega enda eru birtar margskonar tölulegar …

Aðalfundur SAM í dag

Aðalfundur SAM er í dag, 1. mars og af því tilefni opna samtökin einnig nýjan og endurbætta vefsíðu. Í skýrslu stjórnarformanns SAM, Jóhannesar Ævars Jónssonar, kemur m.a. fram: „Mjólkurframleiðslan jókst á árinu 2012 og var 125,1 milljónir lítra hjá aðildarfélögum SAM en árið 2011 var framleiðslan 124,5 milljónir lítra. Meðalinnvigtun mjólkurinnleggjenda 2012 var 187.265 lítrar og jókst um 4.036 lítra …

Yfirlit SAM vegna janúar 2013

Uppgjör SAM liggur nú fyrir vegna janúar 2013. Samtals nam heildarsala drykkjarmjólkur 3,7 milljónum lítra í mánuðinum og alls nemur nú 12 mánaða salan 43,3 milljónum lítra. Salan á rjóma nam 166 þúsund lítrum og 12 mánaða salan 2,5 milljónum lítra. Salan á skyri í mánuðinum var 267 þúsund kíló og síðustu 12 mánuði 3,1 milljón kg. Þá var sala …

Börn sem drekka mjólk búa að því í ellinni

Hópur vísindamanna í Englandi hefur nýverið skoðað áhrif mjólkurneyslu barna á heilsuna á efri árum. Rannsóknin byggir á gögnum um neysluhegðun tæplega 5.000 einstaklinga árin 1937-1939 en þá voru ungmennin frá 0 til 19 ára. 2002-2004, þegar þessir sömu einstaklingar voru 63-86 ára gamlir var fjórðungur þessa hóps dreginn út til rannsóknar á heilbrigði. Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem drukku mjólk …

Mjólk bætir minnið

Í rannsókn sem framkvæmd var í bæði Ástralíu og Bandaríkjunum voru könnuð áhrif matvöru á minni og ákvarðanatöku sem byggir á reynslu fólks. Í ljós kom að þeir sem drekka mjólk og neyta mjólkurafurða fengu marktækt hærri einkunn fyrir ákvarðanatökur sínar í rannsókninni en þeir sem ekki drekka mjólk eða borða mjólkurafurðir. Alls tóku 927 aðilar þátt í rannsókninni á aldrinum …

Yfirlit SAM vegna desember 2012

Uppgjör SAM liggur nú fyrir vegna desember 2012. Samtals nam heildarsala drykkjarmjólkur 3,4 milljónum lítra í mánuðinum og alls nemur nú 12 mánaða salan 43,2 milljónum lítra. Salan á rjóma nam 350 þúsund lítrum og 12 mánaða salan 2,5 milljónum lítra. Salan á skyri í mánuðinum var 190 þúsund kíló og síðustu 12 mánuði 3,1 milljón kg. Þá var sala …

SAM tekur PCR greiningar í notkun

Í stað núverandi ræktunar á júgurbólgubakteríum hefur verið tekin í notkun ný tækni við júgurbólgugreiningu, svokölluð PCR júgurbólgugreining, sem er mun fljótvirkari og næmari en ræktunarðaferðin. Frá og með áramótum fara PCR-júgurbólgugreiningarnar fram á rannsóknarstofu SAM í Reykjavík. Á sama tíma verður hætt að rækta júgurbólgusýni á rannsóknarstofu SAM á Selfossi. Stutt um PCR júgurbólgugreiningar PCR stendur fyrir Polymerase Chain …

Könnun á aðgengi að mjólkurhúsum

SAM mun standa fyrir könnun á aðstöðu og aðgengi að mjólkurhúsum hjá mjólkurframleiðendum aðildarfélaganna á öllu landinu á næstu mánuðum. Þetta er liður í að geta betur einfaldað mjólkursöfnunina með hagræðingu að leiðarljósi. Til að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru í stöðunni, varðandi m.a. búnað og tæki til mjólkursöfnunar, er nauðsynlegt að kortleggja skipulega aðstöðu og aðgengi hjá …