Stærra letur Minna letur

Framleiðni í íslenskri mjólkurvinnslu

 

Árið 2020 rannsökuðu Hagrannsóknir sf framleiðni í íslenskri mjólkurvinnslu og komust að því að óvenju hár framleiðnivöxtur hefði hækkað árlegan virðisauka í mjólkurvinnslu um nálægt 1.900 milljónir.  Skýrslur Hagrannsókna sf má nálgast þarna:

 

Hluti I. Ágrip

Hluti II. Meginskýrsla 

Fréttir

13. janúar 2014
Á fundi stjórnar SAM í desember 2013 var ákveðið að leita staðfestingar Verðlagsnefndar búvöru á þeirri tillögu SAM að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur. Undangengin ár hefur gr...Meira
6. nóvember 2013
Í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins undirrituðu fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfssamning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Á...Meira
Skip Navigation LinksForsíða > Fréttir
13. janúar 2014 04:03

Breytingar á vægi fitu og próteins í lágmarksverði meðalmjólkur

Á fundi stjórnar SAM í desember 2013 var ákveðið að leita staðfestingar Verðlagsnefndar búvöru á þeirri tillögu SAM að breyta vægi efnaþátta í lágmarksverði meðalmjólkur. 

 

Undangengin ár hefur greiðsla fyrir móttekna mjólk markast af því að 25% af lágmarksverði mjólkur hefur verið reiknað eftir fituinnihaldi, en 75% af lágmarksverði af próteininnihaldi.  Stjórn SAM ákvað að leita eftir staðfestingu þess að ný viðmiðun efnaþátta yrði 50% fyrir fitu og 50% fyrir prótein.

 

Á fundi Verðlagsnefndar búvöru 8. janúar 2014 var tillaga SAM tekin til afgreiðslu og staðfest af hálfu Verðlagsnefndar.  Þessi nýja viðmiðun tekur því gildi til afurðauppgjörs frá og með 1. janúar 2014.

 

Nánari upplýsingar eru sendar í dreifibréfi til mjólkurframleiðnda - og bréfið má nálgast HÉR.

meira...
6. nóvember 2013 01:22

Nýr samstarfssamningur undirritaður

Í tilefni alþjóðlega beinverndardagsins undirrituðu  fulltrúar frá Beinvernd og Fræðslunefnd mjólkuriðnaðarins nýjan samstarfssamning til tveggja ára við hátíðlega athöfn á tilraunastöðinni að Stóra Ármóti í Flóahreppi miðvikudaginn 16. október. Þess má geta að fyrsti samstarfssamningur sem gerður var á milli þessar aðila var undirritaður þann 20. október 1999.

 

Íslenskir kúabændur gáfu Beinvernd nýjan færanlegan beinþéttnimæli (ómtæki) sem áætlað er að nýta í samstarfi við heilsugæsluna í landinu.

 

Þessi gjöf mun efla til muna forvarnarstarf gegn beinþynningu á landsvísu því mikilvægt er að greina sjúkdóminn í tíma. Helstu forvarnir gegn beinþynningu sem tengist lífsháttum eru kalk, D-vítamín og hreyfing.

 

Þann 20. október ár hvert halda beinverndarfélög innan alþjóða beinverndarsamtakanna International Osteoporosis Foundation IOF upp á alþjóðlegan beinverndardag til að vekja fólk til vitundar um að beinþynning er heilsufarsvandamál sem ber að taka alvarlega.

 

meira...
5. mars 2013 06:30

Nýtt vefútlit í loftið

Aðalfundur SAM var haldinn 1. mars og af því tilefni opnuðu samtökin einnig nýja og endurbætta vefsíðu. Á vefnum má finna margskonar fróðleik um íslenskan mjólkuriðnað, sem og aðrar áhugaverðar upplýsingar um mjólk og mjólkurvörur.

 

Hönnun vefsins miðar að því að hann sé nokkuð tímalaus, þ.e. krefjist ekki daglegrar uppfærslu en vefurinn verður þó uppfærður reglulega enda eru birtar margskonar tölulegar upplýsingar á honum sem gefnar eru út mánaðarlega.

 

Sérstök ástæða er til þess að benda lesendum á nýjar upplýsingar á vefnum: Ársskýrslu SAM 2012 þar sem lesa má margskonar fróðleik um rekstur SAM árið 2012, sem og t.d. ræðu Guðna Ágústssonar, framkvæmdastjóra SAM á fundinum/SS.

 

 

meira...
1. mars 2013 07:30

Aðalfundur SAM í dag

Aðalfundur SAM er í dag, 1. mars og af því tilefni opna samtökin einnig nýjan og endurbætta vefsíðu. Í skýrslu stjórnarformanns SAM, Jóhannesar Ævars Jónssonar, kemur m.a. fram: "Mjólkurframleiðslan jókst á árinu 2012 og var 125,1 milljónir lítra hjá aðildarfélögum SAM en árið 2011 var framleiðslan 124,5 milljónir lítra.

 
Meðalinnvigtun mjólkurinnleggjenda 2012 var 187.265 lítrar og jókst um 4.036 lítra á árinu. Mjólkurframleiðendur í árslok voru 668 og hafði fækkað um þrettán á árinu.

 
Greiðslumark verðlagsársins 2012 var 114,5 milljónir lítra. Hjá aðildarfélögum SAM var tekið á móti 125.092.988 lítrum og mjólk umfram greiðslumark var 10.659.990 lítrar. Greiðslumark verðlagsársins 2013 hefur verið ákveðið samkvæmt tillögu SAM 116 milljónir lítra. Allt frá verðlagsárinu 2008 – 2009 hefur greiðslumark dregist saman milli ára og er því ánægjulegt að þróun í sölu mjólkurafurða innanlands gefur nú tilefni til að auka greiðslumarkið í fyrsta sinn í nokkurn tíma.

 
Sala mjólkurvara árið 2012 verður að teljast góð og varð aukning í sölu bæði á próteingrunni og fitugrunni. Umreiknuð sala á próteingrunni nam um 115,5 milljónum lítra sem var aukning um 1,8 milljónir lítra frá síðasta ári. Umreiknuð sala á fitugrunni var um 114,1 milljónir lítra, sem var aukning um 2,6 milljónir lítra frá fyrra ári. Sala á fitugrunni árið 2011 var því 1,3 milljónum lítra undir sölu á próteingrunni og minnkaði munurinn um 0,9 milljónir lítra á árinu. Vænta má þess að sala á fitu og próteini verði nokkurn veginn í jafnvægi á árinu 2013 verði þróunin með sama hætti og verið hefur.

 
Innflutningur mjólkurafurða jókst um 26,9 tonn á milli ára. Aukningin var mest í innflutningi á ostum en einnig nokkur í innflutningi á jógúrt. Innflutningurinn á árinu 2012 samsvarar um 220.000 lítrum af mjólk á próteingrunni og um 160.000 lítrum á fitugrunni. Útflutningur mjólkurafurða jókst talsvert á árinu 2012 eða um 22,9 %. Mest var aukningin í útflutningi á ostum og skyri. Útflutningur á skyri jókst um 34,8% á árinu og var 522 tonn. Þá jókst útflutningur á osti úr 133 tonnum í 348 tonn á árinu"

 

Nánari upplýsingar um starfsemi SAM á árinu 2012 má nálgast í ársskýrslunni með því að smella hér /SS.

 

meira...
19. febrúar 2013 06:41

Yfirlit SAM vegna janúar 2013

Uppgjör SAM liggur nú fyrir vegna janúar 2013. Samtals nam heildarsala drykkjarmjólkur 3,7 milljónum lítra í mánuðinum og alls nemur nú 12 mánaða salan 43,3 milljónum lítra. Salan á rjóma nam 166 þúsund lítrum og 12 mánaða salan 2,5 milljónum lítra.

 

Salan á skyri í mánuðinum var 267 þúsund kíló og síðustu 12 mánuði 3,1 milljón kg. Þá var sala viðbits 138 þúsund kg og 12 mánaða salan 1,9 milljónir kílóa.

 

Sala á ostum í mánuðinum nam 450 þúsund kílóum og 5,5 milljón kílóum síðustu 12 mánuði og þá nam sala á dufti 61 þúsund kílóum og 713 þúsund kílóum síðustu 12 mánuði.

 

Þegar horft er til heildarsölu mjólkurvara og salan umreiknuð miðað við próteininnihald og fituinnihald kemur í ljós að í mánuðinum nam salan 9,6 milljón lítrum umreiknað á próteingrunni og alls 115,6 milljón lítrum síðustu 12 mánuði. Á fitugrunni nam salan 8,6 milljón lítrum og á 12 mánaða grunni 114,5 milljón lítrum.

 

Innvigtun mjólkur í mánuðinum var 10,6 milljónir lítra og heildarinnvigtun síðustu 12 mánuði nam alls 125,0 milljón lítrum.

 

 

meira...
8. febrúar 2013 07:37

Börn sem drekka mjólk búa að því í ellinni

Hópur vísindamanna í Englandi hefur nýverið skoðað áhrif mjólkurneyslu barna á heilsuna á efri árum. Rannsóknin byggir á gögnum um neysluhegðun tæplega 5.000 einstaklinga árin 1937-1939 en þá voru ungmennin frá 0 til 19 ára. 2002-2004, þegar þessir sömu einstaklingar voru 63-86 ára gamlir var fjórðungur þessa hóps dreginn út til rannsóknar á heilbrigði.

 

Niðurstöðurnar sýndu að þeir einstaklingar sem drukku mjólk sem börn og unglingar áttu mun auðveldara með að hreyfa sig sem eldri borgarar og jafnvægi þeirra var betra en  þeirra sem ekki neyttu mjólkur eða mjólkurafurða sem börn.

 

Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á jákvætt samhengi góðs heilsufars og  þess að drekka mjólk og neyta mjólkurvara á efri árum en þetta er í fyrsta skipti sem sýnt hefur verið fram á samband mjólkurneyslu fyrstu ár ævinnar og heilsufars á efri árum.

 

Birtist á vef. Svensk Mjölk

 

meira...
24. janúar 2013 07:23

Mjólk bætir minnið

Í rannsókn sem framkvæmd var í bæði Ástralíu og Bandaríkjunum voru könnuð áhrif matvöru á minni og ákvarðanatöku sem byggir á reynslu fólks. Í ljós kom að þeir sem drekka mjólk og neyta mjólkurafurða fengu marktækt hærri einkunn fyrir ákvarðanatökur sínar í rannsókninni en þeir sem ekki drekka mjólk eða borða mjólkurafurðir.

 

Alls tóku 927 aðilar þátt í rannsókninni á aldrinum 23-98 ára.

 

Byggt á frétt frá Svensk Mjölk.

meira...
11. janúar 2013 10:00

Yfirlit SAM vegna desember 2012

Uppgjör SAM liggur nú fyrir vegna desember 2012. Samtals nam heildarsala drykkjarmjólkur 3,4 milljónum lítra í mánuðinum og alls nemur nú 12 mánaða salan 43,2 milljónum lítra. Salan á rjóma nam 350 þúsund lítrum og 12 mánaða salan 2,5 milljónum lítra.

 

Salan á skyri í mánuðinum var 190 þúsund kíló og síðustu 12 mánuði 3,1 milljón kg. Þá var sala viðbits 150 þúsund kg og 12 mánaða salan 1,9 milljónir kílóa.

 

Sala á ostum í desember nam 820 þúsund kílóum og 5,5 milljón kílóum síðustu 12 mánuði og þá nam sala á dufti 28 þúsund kílóum í desember og 720 þúsund kílóum síðustu 12 mánuði.

 

Þegar horft er til heildarsölu mjólkurvara og salan umreiknuð miðað við próteininnihald og fituinnihald kemur í ljós að í desember nam salan 8,5 milljón lítrum umreiknað á próteingrunni og alls 115,5 milljón lítrum síðustu 12 mánuði. Á fitugrunni nam salan 12,4 milljón lítrum og á 12 mánaða grunni 114,1 milljón lítrum.

 

Innvigtun mjólkur í desember var 9,9 milljónir lítra og heildarinnvigtun síðustu 12 mánuði nam alls 125,1 milljón lítrum.

 

meira...
27. desember 2012 05:33

SAM tekur PCR greiningar í notkun

Í stað núverandi ræktunar á júgurbólgubakteríum hefur verið tekin í notkun ný tækni við júgurbólgugreiningu, svokölluð PCR júgurbólgugreining, sem er mun fljótvirkari og næmari en ræktunarðaferðin. Frá og með áramótum fara PCR-júgurbólgugreiningarnar fram á rannsóknarstofu SAM í Reykjavík. Á sama tíma verður hætt að rækta júgurbólgusýni á rannsóknarstofu SAM á Selfossi.

 

Stutt um PCR júgurbólgugreiningar

PCR stendur fyrir Polymerase Chain Reaction. Greiningaraðferðin hefur verið notuð um nokkurra ára skeið í nágrannalöndum okkar með góðum árangri. Greiningaraðferðin tegundagreinir og magntelur 15 algengustu júgurbólguörverurnar. Að auki greinir hún betalactamasegenið sem orsakar penicillin-ónæmi hjá Stafylokokkum. Eftirfarandi örverur er unnt að greina með PCR-júgurbólgugreiningu:

Streptococcus agalactiae

Streptococcus dysgalactiae

Staphylococcus aureus

Staphylococcus spp (innifalið allir aðal coagulase-neikvæðir staphylokokkar)

Mycoplasma bovis

Mycoplasma spp

Streptococcus uberis

Corynebacterium bovis

Arcanobacterium pyogenes og Peptonphilus (Peptostreptococcus) indolicus

Enterococcus spp (innifalið E. Faecalis og E. Faecium)

Klebsiella spp (inkl. K. Oxytoca og K. Pneumonia)

Serratia marcescens

Escherichia coli

Prototheca spp.

Ger (innifalið Candida spp, Pichia spp. osfrv.)

 

PCR greiningartæknin afritar DNA í mjólkinni og fyrir hverja afritun leggst á fluorlýsandi efni. Lesið er af þegar ljósmerkin hafa náð ákveðnum fjölda. Því færri afritanir sem þarf fyrir ákveðið magn, því meira er af viðkomandi DNA í prufunni. Greiningartæknin er mjög næm og greinir DNA bæði úr lifandi og dauðum bakteríum. Þar sem greiningin byggir ekki á ræktun eins og notuð hefur verið fram að þessu er hægt að senda sýnin rotvarin og geta því skýrsluhaldssýnin einnig farið í PCR greiningu. Unnt er að greina tanksýni, kýrsýni og spenasýni með og án rotvarnarinnar bronopol en við mælum með að sýni séu með bronopol rotvörn ef það er nokkur kostur.

 

Niðurstöður og niðurstöðuskil

Niðurstöðurnar eru gefnar upp með –, +/-, +, ++, +++. Skýringar eru eftirfarandi :

-

+/- Ógreinilegt (mælt er með nýju sýni)

+ Greint í litlu magni

++ Greint í nokkru magni

+++ Greint í miklu magni

Niðurstöður verða sendar um leið og þær liggja fyrir, en stefnt er að því að svo verði eigi síðar en sólahring eftir að sýni berast rannsóknarstofu og jafnvel fyrr eftir því hvenær dags sýni berast.

Ekkert fundið

 

Kostnaður/verð

PCR greiningaraðferðin er nokkuð dýrari en ræktunaraðferðin sem notuð hefur verið á rannsóknarstofu SAM á Selfossi. Verðskrá vegna sýnis verður óbreytt í janúar, en frá og með 1. febrúar 2013 verður verð fyrir hvert PCR-sýni 1.800 kr.

 

B-gerlar

Tanksýni hafa verið ræktuð tvisvar á ári til að athuga hvort B-streptokokkar (Streptovcoccus agalactiae) séu til staðar í viðkomandi hjörð. Greining á B-streptokokkum í tanksýnum verður framvegis gerð með PCR-júgurbólgugreiningu en með því fylgir greining á öllum hinum örverunum sem greinanlegar eru með þessari greiningarðaferð. Þetta getur verið mjög gagnlegt til að sjá hvaða örveruflóra er til staðar í hjörðinni.

 

Fyrir meðhöndlun í geldstöðu

Ef meðhöndla á kýr í geldstöðu er gagnlegt að senda sýni í PCR-júgurbólgugreiningu áður og þá er yfirleitt nægjanlegt að senda eitt sýni úr hverri kú þ.e. blandsýni úr öllum spenunum.

 

Kassar með sýnaglösum og nánari upplýsingar

Hægt er að óska eftir að fá senda kassa með sýnaglösum sem innihalda bronopol rotvörn í síma 569 2370 eða netfangið rm@sam.is. Einnig mun vera hægt að nálgast slíka kassa í mjólkurstöðvunum.

 

Ef nánari upplýsinga er óskað þá hikið ekki við að hafa sambandi við Jón K. Baldursson (s: 569 2220, netfang: jonkb@ms.is ).

 

meira...
2. júlí 2012 08:16

Könnun á aðgengi að mjólkurhúsum

SAM mun standa fyrir könnun á aðstöðu og aðgengi að mjólkurhúsum hjá mjólkurframleiðendum aðildarfélaganna á öllu landinu á næstu mánuðum. Þetta er liður í að geta betur einfaldað mjólkursöfnunina með hagræðingu að leiðarljósi. Til að gera sér grein fyrir hvaða möguleikar eru í stöðunni, varðandi m.a. búnað og tæki til mjólkursöfnunar, er nauðsynlegt að kortleggja skipulega aðstöðu og aðgengi hjá hverjum mjólkurframleiðanda með stöðluðum hætti.

 

Kristófer Sverrisson fyrrverandi framleiðslustjóri hjá MS Blönduósi hefur verið fenginn til að sinna sjálfri könnuninni og mun hún fara þannig fram að hann fer með tankbílunum að hverjum bæ og fyllir út staðlað eyðublað fyrir hvern og einn, sjá afrit af eyðublaðinu hér.


 

meira...

Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. | Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík

Sími skrifstofu 450 1108. Netfang: bjarni@sam.is